Nýjar áskoranir kalla á nýja hugsun

“Áskoranir samtímans og viljinn til þess að mæta þeim og bæta heiminn eykur þörf okkar fyrir að móta framtíðina. Aðferðafræði hönnunar er eitt besta verkfærið sem við höfum til þess að samþætta sköpunarkraft, tækni og vísindi í þágu fólks og umhverfis.”

Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar og viðskiptaráðherra Íslands

Hvað er hönnun?

Hönnun er stefnumótandi og gagnrýnin aðferð til að leysa verkefni eða áskoranir og skapa nýjar lausnir, aðferðir eða vörur. Hönnun er nýskapandi ferli þar sem tillit er tekið til virkni, félagslegra og menningarlegra þátta, fagurfræði og hagfræði. Góð hönnun setur þarfir notandans í forgrunn, er einföld, skiljanleg, hagkvæm og hefur listrænt gildi.

Hvað er nýsköpun?

Nýsköpun breytir hugmyndum í verðmæti. Í víðum skilningi verða hönnun og nýsköpun vart aðskilin, þar sem eitt nærir annað. Þegar aðferðafræði hönnunar er beitt til þess að greina vandamál og skapa nýjar lausnir er vísað til hönnunardrifinnar nýsköpunar en til að mynda getur nýsköpun einnig verið tæknidrifin eða viðskiptadrifin. Það er innbyggt í hönnunarferli að móta hugmyndir og lausnir svo þær verði hagnýtari og meira aðlaðandi fyrir notendur — í því felst nýsköpun.

Hvað er hönnunarhugsun?

Hönnunarhugsun (e. design thinking) er aðferðafræði sem hönnuðir beita til þess að greina vandamál og leita lausna. Aðferðin byggist annars vegar á þverfaglegri þekkingu á viðkomandi áskorun og hins vegar á vinnuferli þar sem þarfir notenda, möguleikar tækni og kröfur um velgengni í viðskiptum eru samþættar. Hönnunarhugsun nýtist á breiðum grunni, til að mynda í vöru- og þjónustuþróun en einnig í endurskoðun ferla og skipu lagsheilda, svo sem hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hönnunarhugsun nýtir sjónrænar aðferðir, markvissa endurgjöf og lærdóm af tilraunum. Fjölmargar skilgreiningar eru til á hugtakinu en það rekur upphaf sitt til ársins 1969.

Þessi texti og útskýringar er fenginn úr stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs sem Menningar og viðskiptaráðuneytið gaf út í febrúar 2023.


Vinnustofa í skapandi hugsun og hönnunarsprettur

Leysum sköpunarkraftinn úr læðingi

með framsæknum vinnuaðferðum sem stuðla að nýsköpun, auka starfsánægju og draga úr álagi.

Gefum starfsfólki færi á að þjálfa sköpunargáfuna í vinnunni

Hönnunarhugsun er orðin afar vinsæl nálgun við lausn vandamála - ekki aðeins meðal hönnuða heldur á öllum sviðum atvinnulífsins. Vinnustofa í skapandi hugsun getur kveikt á nýsköpun, ýtt undir notendamiðað hugarfar og fengið teymi til að vinna saman á nýjan hátt.

Skapandi hugsun getur leyst vandamál, leitt fólk saman, fært gleði og ýtt undir nýsköpun

Ef við venjum okkur á að iðka skapandi hugsun getur það leitt til nýrra og ferskra hugmynda, nýstárlegra lausna vandamála og býður upp á kærkomna streitulosun.
Þess vegna ætti sköpun að vera ómissandi hluti af daglegum venjum.

Vinnustofa í skapandi hugsun og hönnunarsprettur

Í vinnustofu í skapandi hugsun og hönnunarsprett munum við nýta okkur aðferðafræði hönnunarhugsunar (e.Design Thinking) og læra nokkur af fjölmörgum tólum hennar.

Gagn og gaman

Hvort sem markmiðið með vinnustofunni er hópefli eða að leysa flókna áskorun, mun teymið þitt hafa gagn og gaman af.

Ef við leggjum rækt við sköpunargleðina mun hún smita út frá sér og auka nýsköpun og starfsánægju.

Endilega hafðu samband ef þú vilt vita meira eða panta vinnustofu fyrir þitt teymi eða nemendahóp.