Ég brenn fyrir nýsköpun og að miðla aðferðum skapandi hugsunar
Ég hef víðtæka reynslu af hönnunarvinnu sem spannar allt frá hönnun bygginga til framleiðslu á metsöluspili fyrir börn. Undanfarin 15 ár hef ég unnið að fjölda skapandi verkefna, í samvinnu við fyrirtæki-, stofnanir og einstaklinga. Ég nálgast öll verkefni út frá sjónarhóli notenda og nýti mér aðferðafræði Design Thinking við að finna einfaldar lausnir á flóknum vandamálum. Ég er í sífelldri uppfærslu og mér finnst mikilvægt að prófa nýja hluti og halda áfram að læra.
Síðustu ár hefur áhugasvið mitt þróast í átt að upplifunarhönnun og vil ég nýta sköpunar- og drifkraft minn í verkefni umbóta, nýsköpunar og upplifunarhönnunar. Ég þrífst best í síbreytilegu og hröðu umhverfi sem býður upp á fjölbreytt verkefni og nána teymisvinnu.
Skapandi starfsferill
Ég hef mikla reynslu í hönnunar og nýsköpunarferlum sem hönnuður, arkitekt, frumkvöðull og kennari. Ég hef brennandi áhuga á umbótastarfi, nýsköpun og upplifunarhönnun og hef nýverið lokið námi í upplifunarhönnun. Þar sameinast ástríða mín fyrir design thinking og að finna einfaldar lausnir sem bæta upplifanir fólks.
Reynsla sem arkitekt og verkefnastjóri á teiknistofu og sjálfstætt starfandi fyrir marga mismunandi viðskiptavini í yfir 15 ár.
Fimm ára reynsla af kennslu með áherslu á Design Thinking, Nýsköpun og Upplýsingatækni.
Reynsla af frumkvöðlastarfsemi bæði í framleiðslu á vörum og kennsluháttum.
Í vinnunni
Ég er drifin áfram af forvitni og áhuga á að skilja fólk, þarfir þess og athafnir og allt samhengið þar á milli og hef ávallt haft aðferðir notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi í minni vinnu.
Í öllum mínum störfum og verkefnum hef ég innleitt nýjar nálganir og ögrað stöðnuðum vinnuaðferðum og þar skín í gegn að ég hef brennandi áhuga á að þróa, breyta og bæta. Ég er mjög framtakssöm og veigra mér ekki við nýjum áskorunum.
Ég nota Design Thinking í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.
Ég er góður liðsmaður, virkur hlustandi og tillitssöm.
Ég er frumkvöðull í eðli mínu og er ekki hrædd við að prófa nýja hluti, mistakast og prófa aftur.