Guðrún Gyða Franklín
Notar hönnunaraðferðir og notendamiðaða nálgun til að þróa vörur, þjónustu og ferla.
Býður fyrirtækjum og stofnunum þekkingu og verkfæri til að ýta undir möguleika á nýsköpun og efla sköpunarkraft starfsfólks.
Með því að nota aðferðir og verkfæri hönnunar verða ferli áþreifanleg og nothæf - alla leið frá fyrstu hugmynd til útfærðrar lausnar.
Guðrún Gyða er menntaður arkitekt og hönnuður og hefur síðan 2005 unnið við hönnun og nýsköpun í margvíslegu samhengi.
Hún er reyndur leiðbeinandi og kennari með mikla reynslu af samsköpun. Hún hefur þróað kennsluefni fyrir stjórnendur, starfsmenn og nemendur með ólíka bakgrunna.
Hvað get ég gert fyrir ykkur?
Öll mín vinna byggist á samstarfi og ég trúi því að allar góðar lausnir byggja á samvinnu og samsköpun. Ég mæti með verkfæri og nýja nálgun en þið mætið með sérþekkinguna á ykkar fyrirtæki, þjónustu, viðskiptavinum, tækifærum og áskorunum.
Greining, notendarannsóknir, stefnumótun, hugmyndavinna, frumgerðir og notendaprófanir. Sjá meira…
Gerð námsefnis og verkfærakistu í skapandi hugsun fyrir nemendur eða starfsfólk.